Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Jón Breki fer til Empoli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmaðurinn Jón Breki Guðmundsson, sem er sextán ára miðjumaður fæddur 2008, er á leið til ítalska félagsins Empoli.

Tuttomercato greinir frá þessu en sagt er að hann fari í unglingalið Empoli á láni frá ÍA.

Jón Breki kom við sögu í tólf leikjum með KFA í 2. deild karla síðasta sumar, einum leik í Mjólkurbikarnum og tveimur í Fótbolti.net bikarnum.

Hann á fimm U17 landsleiki og í ágúst síðastliðnum gekk hann í raðir ÍA. Hann fór á reynslu til Empoli á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner