Marc Casado, 22 ára gamall miðjumaður Barcelona, vill yfirgefa félagið þar sem hann hefur fallið niður goggunarröðina hjá Hansi Flick á þessu tímabili.
Hann var orðaður í burtu frá félaginu síðasta sumar en ákvað að vera áfram og berjast fyrir sæti sínu í liðinu.
Hann var orðaður í burtu frá félaginu síðasta sumar en ákvað að vera áfram og berjast fyrir sæti sínu í liðinu.
Hann er nú á eftir Pedri, Frenkie de Jong, Marc Bernal og Eric Garcia í baráttu um sæti í miðjunni en spænski miðillinn Marca segir að Atletico Madrid vilji fá hann eftir að Conor Gallagher yfirgaf félagið og gekk til liðs við Tottenham.
Casado hefur sex sinnum verið í byrjunarliðinu í spænsku deildinni á tímabilinu og sjö sinnum komið inn á sem varamaður, sex sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir


