Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. febrúar 2020 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Breyta jafnteflum í sigra
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
„Við vorum búnir að tala um að byrja að brúa bilið og breyta jafnteflum í sigra. Í dag var fyrsta tækifærið til þess," sagði Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir 4-0 sigur á Newcastle.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleiknum, en í þeim seinni gekk Arsenal á lagið og skoraði fjögur mörk. Arsenal er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá erkifjendum sínum í Tottenham sem er í fimmta sæti.

Hin 18 ára gamli Bukayo Saka var valinn maður leiksins af Sky Sports. „Hann vill læra og er að standa sig eins og eldri leikmaður," sagði Arteta um hinn efnilega Saka, en honum fannst hann ekki vera maður leiksins.

„Dani Ceballos er góð fyrirmynd. Hann hefur verið að æfa eins og dýr. Hann var besti maður vallarins að mínu mati."

Um möguleikann á Evrópusæti sagði Arteta: „Fyrir tíu dögum var ég svekktur með jafnteflið gegn Burnley og við vorum langt í burtu. Nú er það undir okkur komið að komast á skrið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner