Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. febrúar 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Cafu: Alexander-Arnold gæti unnið Ballon d'Or
Trent Alexander-Arnold er í miklum metum hjá Cafu
Trent Alexander-Arnold er í miklum metum hjá Cafu
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Cafu er viss um að Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, eigi möguleika á því að vinna Ballon d'Or verðlaunin einn daginn.

Cafu var besti hægri bakvörður heims er hann lék með Roma og Milan á Ítalíu en auk þess vann hann HM árið 2002. Hann vann allt sem hægt er að vinna með félagsliði og landsliði en hann segir að Alexander-Arnold eigi möguleika á að vera valinn besti leikmaður heims.

Alexander-Arnold vann Meistaradeildina með Liverpool á síðustu leiktíð og þá er hann og liðsfélagar hans á góðri leið með að landa Englandsmeistaratltlinum í fyrsta sinn í 30 ár.

„Mér finnst Alexander-Arnold vera með bestu leikmönnum heims og það er enginn vafi á því. Hann er frábær leikmaður og hann minnir mig svolítið á sjálfan mig," sagði Cafu.

„Hann hefur mikla hæfileika. Hann er sterkur og með gæði í leik sínum. Hann er sóknarsinnaður og leikmaður sem leggur upp mikið af mörkum."

„Ég held að hann hafi allt til þess að vinna Ballon d'Or verðlaunin,"
sagði hann í lokin.

Cafu hefur alltaf verið hrifinn af bakvörðum Liverpool en hann talaði vel um Jon Flanagan árið 2014. Hann sagði að hann væri hinn rauði Cafu en ferill Flanagan fór hins vegar fljótlega á niðurleið eftir þessi ummæli Cafu,

Hann spilar í dag með Rangers í Skotlandi undir stjórn Steven Gerrard en hann hefur aðeins spilað 5 leiki í skosku deildinni á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner