Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. febrúar 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Lascelles: Við gáfumst ekki upp
Jamaal Lascelles
Jamaal Lascelles
Mynd: Getty Images
Jamaal Lascelles, varnarmaður Newcastle United á Englandi, var ánægður með frammistöðu liðsins í seinni hálfleiknum í 2-0 tapinu gegn Chelsea í gær en hann segist geta tekið eitthvað jákvætt úr leiknum.

Olivier Giroud og Timo Werner skoruðu mörk heimamanna í leiknum en Newcastle hefur gengið illa að ná jafnvægi á leik sinn á þessu tímabili.

Liðið er í fallbaráttu og situr í 17. sæti deildarinnar með 25 stig en Lascelles var samt sem áður ánægður með margt úr leiknum.

„Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel. Við spörkuðum markspyrnunni í innkast og það setti tóninn. Við þurfum að fatta það að við þurfum ekki að lenda einu eða tveimur mörkum undir til að koma okkur í gang," sagði Lascelles.

„Við gerðum þeim auðvelt fyrir. Gegn liði eins og Chelsea þá verður þú að sýna smá hörku og ef þú gerir það ekki þá munu þeir refsa."

„Frammistöðurnar eru að verða betri og betri en við vorum ekki nógu góðir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gáfumst hins vegar ekki upp í síðari hálfleiknum og það eru jákvæðar fréttir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner