Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 16. febrúar 2021 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sprengdu flugelda fyrir utan hótel PSG
Núna klukkan 20:00 hefst fyrri leikur Barcelona og Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Sjá einnig:
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Thiago kemur inn á miðjuna

Stuðningsmenn Barcelona geta ekki verið á vellinum í kvöld vegna kórónuveirufaraldursins en þeir leita allra leiða til að hjálpa sínum mönnum í leiknum.

Nokkrir stuðningsmenn Barcelona héldu nefnilega flugeldasýningu fyrir utan hótel PSG í borginni til þess að reyna að trufla leikmenn Parísarliðsins við svefn.

Hér að neðan má sjá myndband sem var tekið af látunum en leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 20:00.


Athugasemdir
banner