Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Tottenham og Man Utd: Vicario og Maddison bestir
Mynd: Tottenham
Mynd: EPA
Tottenham tók á móti meiðslahrjáðu liði Manchester United í dag og sigraði viðureignina 1-0.

Tottenham hefur undanfarna mánuði verið að glíma við flest meiðsli allra í úrvalsdeildinni en fjórir leikmenn komu aftur úr meiðslum í dag og voru tveir þeirra í byrjunarliðinu.

Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir þar sem James Maddison og Guglielmo Vicario voru bestu leikmenn vallarins. Þeir fengu 8 fyrir sinn þátt í sigri Tottenham, þar sem Maddison skoraði eina mark leiksins og gerði Vicario vel að halda hreinu. Báðir voru þeir að spila eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla.

Casemiro, Alejandro Garnacho og Rasmus Höjlund voru verstu leikmenn vallarins með 5 í einkunn hjá Sky.

Tottenham: Vicario (8), Porro (6), Danso (6), Davies (6), Spence (7), Bergvall (7), Bentancur (6), Maddison (8), Tel (6), Kulusevski (7), Son (6).
Varamenn: Sarr (6), Johnson (6), Gray (6), Bissouma (6)

Man Utd: Onana (6), Mazraoui (6), De Ligt (6), Maguire (6), Dorgu (6), Dalot (6), Casemiro (5), Fernandes (6), Garnacho (5), Zirkzee (7), Hojlund (5).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner