Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sakar leikmann Preston um kynþáttaníð - „Ætla ekki að þegja"
Hannibal Mejbri
Hannibal Mejbri
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hannibal Mejbri, leikmaður Burnley og fyrrum leikmaður Man Utd, sakar Milutin Osmajic, leikmann Preston um kynþáttaníð í sinn garð í leik liðanna í Championship deildinni í gær.

Kynþáttaníð hefur því miður verið algengt inn á fótboltavellinum en Hannibal ætlar ekki að þagga málið niður.

„Ég ætla ekki að þegja um það sem gerðist í dag. Ég mun alltaf kalla út rasisma hvenær sem ég heyri eða sé það. Það er eina leiðin sem við breytumst sem íþrótt og samfélag. Ég er sterk manneskja en enginn ætti að þurfa að upplifa þessa ógeðslegu misnotkun á vellinum," skrifaði Hannibal.

Burnley sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að Hannibal hafi látið dómarann vita af þessu um leið og atvikið átti sér stað, eins og má sjá hér fyrir neðan, þá var þetta einnig tilkynnt eftir leikinn.

„Félagið vill halda áfram að sýna Hannibal fullan stuðning og það verða ekki fleiri athugasemdir fyrr en rannsókninni er lokið," segir í yfirlýsingunni.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston og var með bestu mönnum liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner