Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fim 16. mars 2017 21:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Aukastig fyrir burst, tíu mínútna brottvísun og örlagaspjald
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við þurfum örlagaspjald eins og í hættuspilinu. Til dæmis jarðskjálfti, þú missir alla leikmennina í næsta leik,“ sagði Björn Bragi Arnarsson í sjónvarpþsætti Fótbolta.net í vikunnar en þar voru ræddar hugmyndir sem hægt væri að breyta í fótboltanum.

„Ég er með þá hugmynd að þú fáir aukastig ef þú vinnur með meira en þremur mörkum. Þú ert búinn að ná þremur stigum og vinnur til dæmis 4-0 þá færðu aukastig,“ sagði Hjálmar Örn Jóhannsson í þættinum.

„Þetta myndi setja pressu á Chelsea, sem er búið að vinna alltaf 1-0 og 2-1,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson en hann kom einnig með tillögu tengda tillögu Hjálmars.

„Leikmaður skorar glæsilegt mark og það gæti verið dómnefnd sem velur mark helgarinnar. Mark helgarinnar fær svo auka mark og það gæti skilað sér í auka stigi jafnvel ef við höldum áfram með þetta.“

Jóhann Alfreð er einnig hrifinn af því að leikmenn geti verið reknir af velli í ákveðinn tíma. „Van Basten stakk upp á því um daginn að leikmenn fái appelsínugult spjald og fari út af í tíu mínútna kælingu. Það er handboltastemning í því,“ sagði Jóhann.

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni en þar komu ýmsar áhugaverðar hugmyndir fram.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Athugasemdir
banner
banner