Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 16. mars 2017 21:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Aukastig fyrir burst, tíu mínútna brottvísun og örlagaspjald
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við þurfum örlagaspjald eins og í hættuspilinu. Til dæmis jarðskjálfti, þú missir alla leikmennina í næsta leik,“ sagði Björn Bragi Arnarsson í sjónvarpþsætti Fótbolta.net í vikunnar en þar voru ræddar hugmyndir sem hægt væri að breyta í fótboltanum.

„Ég er með þá hugmynd að þú fáir aukastig ef þú vinnur með meira en þremur mörkum. Þú ert búinn að ná þremur stigum og vinnur til dæmis 4-0 þá færðu aukastig,“ sagði Hjálmar Örn Jóhannsson í þættinum.

„Þetta myndi setja pressu á Chelsea, sem er búið að vinna alltaf 1-0 og 2-1,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson en hann kom einnig með tillögu tengda tillögu Hjálmars.

„Leikmaður skorar glæsilegt mark og það gæti verið dómnefnd sem velur mark helgarinnar. Mark helgarinnar fær svo auka mark og það gæti skilað sér í auka stigi jafnvel ef við höldum áfram með þetta.“

Jóhann Alfreð er einnig hrifinn af því að leikmenn geti verið reknir af velli í ákveðinn tíma. „Van Basten stakk upp á því um daginn að leikmenn fái appelsínugult spjald og fari út af í tíu mínútna kælingu. Það er handboltastemning í því,“ sagði Jóhann.

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni en þar komu ýmsar áhugaverðar hugmyndir fram.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Athugasemdir
banner