Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. mars 2020 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænskur þjálfari greindist með kórónuveiruna og lést
Francisco Garcia var aðeins 21 árs.
Francisco Garcia var aðeins 21 árs.
Mynd: Atletico Portada Alta
Spænski fótboltaþjálfarinn Francisco Garcia er látinn 21 árs gamall. Hann lést eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Francisco Garcia, sem þjálfaði yngri flokka hjá Atletico Portada Alta í Malaga, fann fyrir einkennum kórónuveirunnar og sótti sér læknisaðstoðar. Hann fékk þá þau skelfilegu tíðindi að hann væri með hvítblæði.

Samkvæmt spænska dagblaðinu Malaga Hoy þá var Garcia hvattur til að sækja sér læknisaðstoðar þar sem hann átti í vandræðum með andardrátt. Hann gerði það og var bæði greindur með kórónaveiruna og lungnabólga. Frekari rannsóknir sýndu að hann væri með hvítblæði.

Það gerði hann viðkvæmari fyrir veirunni og lést hann af völdum hennar.

Í yfirlýsingu frá Atletico Portada Alta sagði: „Við viljum senda dýpstu samúðarkveðjur okkar til fjölskyldu og vina þjálfara okkar Francisco Garcia sem hefur því miður kvatt okkur. Hvað munum við gera án þín Francis?"

Fram kemur á Talksport að talið sé að Garcia sé yngsti einstaklingurinn sem lætur lífið út af kórónuveirunni.

Athugasemdir
banner
banner
banner