Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 16. mars 2023 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aouar staðfestir að hann sé búinn að skipta um landslið
Aouar í leik með franska landsliðinu.
Aouar í leik með franska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Houssem Aouar er búinn að taka ákvörðun um að spila fyrir landslið Alsír í framtíðinni.

Það voru fréttir um það í janúar að Aouar væri búinn að taka ákvörðunina, en það hefur núna verið gert opinbert.

Aouar, sem er 24 ára, er fæddur og uppalinn í Frakklandi. Hann hefur áður verið valinn í franska landsliðshópinn og spilað einn vináttulandsleik. Það var leikur gegn Úkraínu árið 2020.

Aouar getur skipt um landslið, en í reglum FIFA segir að leikmenn geti skipt um landslið svo lengi sem þeir hafi ekki spilað í keppnisleikjum með annarri þjóð.

Aouar á ættir að rekja til Alsír og hann hefur núna staðfest að hann ætli að spila fyrir þeirra landslið. Þetta er frábær tíðindi fyrir Alsír.
Athugasemdir
banner
banner