fim 16. mars 2023 14:24
Elvar Geir Magnússon
Átta handteknir eftir stríðsástand í Napoli
Kveikt var í bílum og ýmis skemmdarverk unnin.
Kveikt var í bílum og ýmis skemmdarverk unnin.
Mynd: EPA
Átta voru handteknir eftir ofbeldisfull slagsmál milli stuðningsmanna Eintracht Frankfurt og Napoli á Ítalíu í gær. Liðin áttust við í Meistaradeildinni.

Fimm stuðningsmenn Napoli og þrír Þjóðverjar voru teknir eftir óeirðirnar og lætin í gær.

Stuðningsmenn Frankfurt voru ekki leyfðir á leiknum vegna vandamála í kringum fyrri leikinn í Þýskalandi en hundruðir ferðuðust þrátt fyrir það til Ítalíu, til þess eins að skapa vesen virðist vera.

„Það er ekki í boði að sjá svona 2023. Þetta er vont fyrir borgina og vont fyrir fótboltann. Fólk kemur, fremur skemmdarverk og fer. Það er sorglegt að sjá þetta," segir Juan Jesus, varnarmaður Napoli.

Sex lögreglumenn meiddust í látunum, reyksprengjum og blysum, stólum, flöskum og drasli var kastað í lögregluna sem brást við með því að nota táragas.

Napoli vann leikinn sjálfan í gær 3-0 og einvígið samtals 5-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner