Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. mars 2023 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd tilbúið að berjast um Bellingham
Mynd: Getty Images
Á The Telegraph á Englandi er fjallað um að Manchester United sé tilbúið að taka þátt í baráttunni um að fá Jude Bellingham í sínar raðir. Fjallað er um að reiða þurfi að minnsta kosti 110 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Sú upphæð yrði metupphæð fyrir breskan leikmann, hærri en sú sem Manchester City greiddi fyrir Jack Grealish þegar hann kom á 100 milljónir punda frá Aston Villa.

Bellingham verður tvítugur í sumar og er á óskalista stærstu félaga heims, hann er nú þegar kominn með mikla reynslu og er algjör lykilmaður í liði Dortmund sem berst á toppi þýsku Bundesliga. Hann á rúmlega tvö tímabil eftir af samningi sínum við þýska félagið.

Upphæðin yrði einnig hærri en sú sem félag á Englandi hefur greitt fyrir leikmann, hærri en þær 106 milljónir punda sem Chelsea greiddi fyrir Enzo Fernandez þegar sá argentínski kom í janúar frá Dortmund.

Manchester City, Liverpool, Chelsea og Real Madrid eru einnig sögð í baráttunni, af þeim er Chelsea sagt ólíklegast.
Athugasemdir
banner
banner
banner