þri 16. apríl 2019 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Óhræddir Ajax-menn
Mynd: Getty Images
Ajax er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Það eru ekki margir sem hefðu búist við því fyrir tímabilið.

Ajax vann Juventus 2-1 í kvöld og sá til þess að Cristiano Ronaldo verður ekki í undanúrslitunum í fyrsta sinn frá 2010.

Það sem einkennir þetta Ajax-lið er að það er óhrætt. Það pakkar ekki í vörn. Liðið hefur mætt tveimur risum, Real Madrid og Juventus, í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og þetta Ajax-lið hefur á köflum yfirspilað þessi lið.

Það er skemmtilegt að fylgjast með þessu liði. Ajax er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá 1997.

Hérna má sjá myndbrot úr leiknum í kvöld sem sýnir það hvernig fótbolta Ajax spilar. Þeir standast þeim bestu snúning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner