Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 17:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Newcastle og Crystal Palace: Óbreytt frá sigrinum gegn Man Utd
Harvey Barnes skoraði tvennu gegn Man Utd
Harvey Barnes skoraði tvennu gegn Man Utd
Mynd: EPA
Newcastle og Crystal Palace eigast við í úrvalsdeildinni í kvöld. Um er að ræða leik sem átti upphaflega að fara fram 15. mars en var frestað vegna þátttöku Newcastle í úrslitum deildabikarsins sem liðið vann gegn Liverpool.

Eddie Howe er fjarverandi vegna veikinda en Jason Tindall, aðstoðarmaður hans stýrir Newcastle.

Liðið er óbreytt frá 4-1 sigri gegn Man Utd um helgina. Joe Willock er á bekknum og hefur jafnað sig eftir höfuðhögg.

Will Hughes spilar sinn 100. deildarleik fyrir Crystal Palace í kvöld en hann kemur inn í liðið ásamt Jefferson Leerma. Adam Wharton og Daichi Kamada setjast á bekkinn. Þá er Marc Guehi kominn til baka eftir leikbann.

Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Burn, Livramento, Joelinton, Tonali, Bruno G, Murphy, Isak, Barnes
Varamenn: Dubravka, Wilson, Gordon, Targett, Krafth, Osula, Willock, Longstaff, Miley.

Crystal Palace: Henderson, Munoz, Richards, Lacroix, Guehi, Mitchell, Hughes, Lerma, Sarr, Eze, Mateta.
Varamenn: Turner, Nketiah, Franca, Clyne, Kamada, Wharton, Esse, Chilwell, Devenny.
Athugasemdir