Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dramatík á Bernabeu - Saka klúðraði víti og vítaspyrna dregin til baka hinu megin
Mynd: EPA
Það er enn markalaust í leik Real Madrid gegn Arsenal eftir hálftíma leik en Arsenal fékk gullið tækifæri til að komast yfir.

Arsenal fékk vítaspyrnu en leikurinn hafði verið í gangi í tæpa mínútu áður en dómarinn var kallaður í skjáinn og dæmdi víti þegar Raul Asencio braut á Mikel Merino inn á teignum.

Bukayo Saka steig á punktinn og hefði getað farið langt með einvígið. Hann fór hins vegar illa að ráði sínu og vippaði boltanum til vinstri og Thibaut Courtois skutlaði sér í rétta átt og skoraði.

Stuttu síðar fékk Real Madrid vítaspyrnu eftir baráttu Declan Rice og Kylian Mbappe inn á teignum. Eftir langa skoðun var dómarinn sendur í skjáinn og hann hefur ákveðið að þetta hafi ekki verið nóg til að dæma brot og tók dóminn til baka.

Sjáðu vörsluna hjá Courtois

Athugasemdir
banner