Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hafa ekki gert mig spenntan fyrir kvennaboltanum á Íslandi"
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki í gær.
Breiðablik fagnar marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, segir að auglýsingar sem voru gerðar fyrir Bestu deild kvenna hafi ekki gert sig spenntan fyrir kvennafótbolta á Íslandi.

Besta deild kvenna hófst í gær og byrjuðu Íslandsmeistarar Breiðabliks titilvörn sína á 6-1 sigri gegn nágrönnum sínum í Stjörnunni á Kópavogsvelli.

Í aðdraganda mótsins hefur Besta deildin birt nokkrar auglýsingar með grínistanum Önnu Svövu Knútsdóttur í aðalhlutverki. Þar fer hún yfir hluti sem hún telur að muni auka veg deildarinnar eins og til dæmis að væla í dómaranum, skipta um hárgreiðslur og að dýfa sér. Er þá verið að gera grín að karladeildinni á sama tíma.

Nik segir að auglýsingarnar hafi verið afar vel gerðar og framleiðslan mjög góð, en skilaboðin hefðu mátt vera öðruvísi.

„Framleiðslan hefur verið mjög, mjög góð. Það sem þeir gerðu fyrir karlana var stórkostlegt en fyrir konurnar hefði margt mátt fara betur. Að setja konurnar gegn körlunum er ekki sögulína sem neinn var að leita af og ég held að enginn hafi gaman að þessu. Það er fínt að hafa kannski eina svona auglýsingu en af hverju ekki að fagna kvennaboltanum?" spurði Nik.

„Af hverju ekki að hafa til dæmis Margréti Láru að tala við ungar stelpur, sem er markhópur sem við viljum fá á leikina hjá okkur. Þú veist, Margrét Lára að tala um það hvernig var að vera markahæst og svo kemur Sandra María (Jessen) inn eða eitthvað svoleiðis. Fín sögulína og eitthvað skemmtilegt sem fagnar kvennaboltanum."

Það voru 183 áhorfendur á opnunarleik Bestu deildarinnar í gær.

„Er það Bestu deildinni að kenna? Líklega ekki. Það er líka undir félaginu komið. Þetta er ekki nógu gott fyrir fyrsta leik tímabilsins. En á heildina litið hafa auglýsingarnar ekki gert mig spenntan fyrir kvennaboltanum á Íslandi," sagði Nik.


Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Athugasemdir