Sóknarmaðurinn Serhou Guirassy hefur verið í fantaformi með Borussia Dortmund á tímabilinu. Hann er búinn að gera 28 mörk í 40 leikjum eftir félagaskipti sín frá Stuttgart síðasta sumar.
Hann skoraði þrennu gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gær en það dugði ekki svo að Dortmund kæmist áfram.
Hann skoraði þrennu gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gær en það dugði ekki svo að Dortmund kæmist áfram.
Guirassy, sem er 29 ára, var keyptur til Dortmund frá Stuttgart fyrir 18 milljónir evra síðasta sumar, en samkeppnin um hann var þá mikil.
Guirassy á sér þó þann draum að spila í ensku úrvalsdeildinni og samkvæmt Bild er hann með riftunarverð í samningi sínum upp á rúmlega 70 milljónir evra. Það riftunarverð gildir þó einungis um ákveðin félög.
Á meðal félaga sem geta nýtt sér þetta riftunarverð eru Chelsea og Real Madrid.
Riftunarverðið verður virkt eftir HM félagsliða í sumar og verður fróðlegt að sjá hvort þessi mikli markaskorari verði á ferðinni.
Athugasemdir