
Besta deild kvenna fór af stað í gær en það er athyglisvert að í deildinni í sumar munu systkini mætast.
Óskar Smári Haraldsson er þjálfari Fram og yngri systir hans, Bryndís Rut, er fyrirliði Tindastóls.
Óskar Smári Haraldsson er þjálfari Fram og yngri systir hans, Bryndís Rut, er fyrirliði Tindastóls.
Fram hóf sitt tímabil á 3-1 tapi gegn Þrótti í gær en Tindastóll hefur leik gegn FHL í kvöld. Svo munu þessi lið mætast á Lambahagavellinum eftir fimm vikur.
„Þetta verður bara gaman. Ég held að það viti það flestir að ég er hennar helsti stuðningsmaður. Við höfum staðið saman í gegnum margt. Við erum mjög náin systkini," sagði Óskar Smári í Niðurtalningunni á Fótbolta.net á dögunum.
„Það var alls ekki auðvelt að þjálfa hana, en við fórum vel yfir það. Ég gerði mistök og hún gerði mistök. Þegar við spilum á móti Tindastóli þá eru systkinaböndin sett til hliðar og ég mun finna alla hennar veikleika þegar við spilum við þær. Alda (Ólafsdóttir, sóknarmaður Fram) mun fá helling af upplýsingum. Nei, nei það verður bara gaman. Allar tilfinningarnar verða settar til hliðar í 90 mínútur og svo er hún áfram systir mín."
Óskar er fyrrum leikmaður og þjálfari Tindastóls. Ertu búinn að setja þennan leik inn í dagatalið?
„Nei, alls ekki. Það er alltaf sérstakt að mæta uppeldisfélaginu. Það var gaman að vinna þær í Lengjubikarnum og verður enn skemmtilegra að vinna þær í sumar," sagði Óskar léttur.
Óskar með einhverja helvítis 'mind games'
Bryndís var einnig spurð út í það hvernig það verður að mæta bróður sínum í sumar. „Þetta verður bara súpergaman. Ég ákvað að taka þannig hugarfar á þetta. Ég sé þetta bara fyrir mér sem leik og ég veit að við erum sátt okkar á milli sama hvernig fer. Annað hvort okkar gæti farið í fýlu eina kvöldstund. Ég nefni engin nöfn en..."<7I> sagði Bryndís og hló.
„Óskar er byrjaður með einhverja helvítis 'mind games'. Hann er skúffu stútfulla af trixum. Við verðum að vera sterk í huganum þegar við mætum þeim," sagði Donni, þjálfari Tindastóls, léttur og var þar að vísa í skemmtilega auglýsingu sem var gerð fyrir mót. „Ég tek allavega ekki í höndina á honum, það er nokkuð ljóst."
Öll trixin í bókinni í dal draumanna í ár! ????
— Besta deildin (@bestadeildin) April 1, 2025
Besta deildin hefst 5. apríl, sjáumst á vellinum! #bestadeildin pic.twitter.com/Fh2aOPEHUR
Athugasemdir