Valur mætir til leiks í Bestu deild kvenna í kvöld og þær ætla að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn úr klóm Breiðabliks.
Valsliðið hefur bætt við sig tveimur öflugum sóknarmönnum rétt fyrir mót, tveimur níum. Jordyn Rhodes samdi við Hlíðarendafélagið og Elín Metta Jensen er að koma til baka eftir barnsburð en hún ákvað að semja aftur við uppeldisfélagið. Þetta eru tveir leikmenn sem kunna svo sannarlega að skora mörk.
Valsliðið hefur bætt við sig tveimur öflugum sóknarmönnum rétt fyrir mót, tveimur níum. Jordyn Rhodes samdi við Hlíðarendafélagið og Elín Metta Jensen er að koma til baka eftir barnsburð en hún ákvað að semja aftur við uppeldisfélagið. Þetta eru tveir leikmenn sem kunna svo sannarlega að skora mörk.
„Þetta eru tveir leikmenn sem kunna að skora mörk. Það er ekki sjálfgefið að skora mörk, sumir eru betri í því en aðrir. Það eru dýrmætir leikmenn," sagði Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, í Niðurtalningunni.
„Þetta eru tvær níur sem kunna að skora mörk. Við fögnum því ef þær komast í sitt besta stand," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Elín Metta er þrítug og lék með meistaraflokki Vals 2010-2022. Hún skipti svo í Þrótt 2023 og lék sex leiki með liðinu seinni part tímabilsins. Núna er hún komin aftur í Val.
„Hún er uppalin Valsari. Við erum mjög ánægðir að fá Elínu Mettu, að hún hafi tekið skóna fram aftur. Maður sér stíganda frá henni á hverri æfingu. Við þurfum að fara varlega og koma henni í gott form. Þegar blessuðu kubbarnir og mælarnir segja okkur að hún sé tilbúin, þá verður erfitt að eiga við hana. Ég er alveg viss um það," sagði Matthías.
Athugasemdir