,,Okkur finnst gaman að fara upp fyrir Elliðaárnar og við mætum frískir í leikinn," segir Logi Ólafsson þjálfari Stjörnunnar en liðið mætir Fylki í Pepsi-deildinni í kvöld klukkan 19:15.
,,Þetta eru allt saman erfiðar viðureignir í deildinni. Fylkir hefur styrkt sig verulega vel fyrir þetta mót og eru með gott lið."
Stjarnan sigraði Víking Ólafsvík 3-2 í Pepsi-deildinni á sunnudag eftir að hafa verið 2-0 yfir í leikhléi.
,,Ég hefði viljað fá meira út úr fyrri hálfleiknum og fylgja þeim yfirburðum eftir í síðari hálfleik sem við höfðum í þeim fyrri."
,,Mannskepnan er þannig að hún leitast eftir því hvað hún getur sloppið með lítið framlag. Þess vegna var hætta í stöðunni 2-1 og 3-2 og það er eitthvað sem við þurfum að bæta."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir