Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 16. maí 2021 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Guðný meidd - Einu stigi frá falli og einn leikur eftir
Kvenaboltinn
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Napoli
Landsliðsmiðvörðurinn Guðný Árnadóttir fór meidd af velli þegar Napoli gerði jafntefli við Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Guðný fékk slink á ökklann um miðbik fyrri hálfleiks og treysti sér ekki til að halda áfram. Guðný fer í frekari skoðun á morgun og vonandi er þetta ekki alvarlegt.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og er Napoli í tíunda sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsvæði þegar einn leikur er eftir.

Lára Kristín Pedersen, sem hefur spilað með Napoli á tímabili, var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.
Athugasemdir
banner