Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Ingvi kom við sögu - CFR Cluj meistari í Rúmeníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: CSKA

Arnór Ingvi Traustason kom við sögu í gærkvöldi er New England Revolution gerði 2-2 jafntefli í MLS deildinni.


New England heimsótti Atlanta Utd og úr varð hörkuleikur þar sem 40 marktilraunir litu dagsins ljós í heildina.

Heimamenn í Atlanta voru betri og tóku forystuna snemma leiks en Adam Buksa jafnaði fyrir leikhlé og kom gestunum svo yfir þegar leikar hófust á ný.

Atlanta náði jöfnunarmarki og fékk Arnór Ingvi að spila síðustu tíu mínúturnar en lokatölur urðu 2-2.

New England er með 12 stig eftir 11 umferðir.

Atlanta Utd 2 - 2 New England Revolution

CFR Cluj varð þá rúmenskur meistari þegar liðið lagði Universitatea Craiova að velli en Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í hóp og hefur ekki verið í hóp í rúman mánuð.

CFR er með fjögurra stiga forystu á FC Steaua Bucharest fyrir lokaumferðina, eftir að Steaua gerði óvænt jafntefli við FC Voluntari í síðustu umferð.

Að lokum tapaði CSKA Moskva sínum þriðja leik í röð þegar liðið heimsótti Krasnodar í úrslitaleik um þýðingarlaust fjórða sæti rússnesku deildarinnar.

Rússnesk félög fá ekki þátttökurétt í Evrópukeppnum og því lítill tilgangur með deildarkeppninni annar en að krýna sigurvegara alls tímabilsins.

Hörður Björgvin Magnússon var ónotaður varamaður hjá CSKA.

CFR Cluj 2 - 1 Univ. Craiova

Krasnodar 1 - 0 CSKA Moskva


Athugasemdir
banner
banner
banner