Damir Muminovic varnarmaður Blika var ansi sáttur eftir öflugan 3-0 útisigur gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Víking Reykjavík.
Fyrir nákævmlega ári síðan mættust þessi lið í Víkinni en þar unnu Víkingar 3-0 en í kvöld var það öfugt. Hvað hefur breyst á þessum tíma?
"Það er rétt hjá þér okkur hefur ekki gengið vel hérna, ég held bara við séum búnir að þroskast sem lið og erum búnir að læra mikið frá því í fyrra og hitt í fyrra, þetta er bara samheldnin"
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
Það var eins og að allt annað Blikalið kom inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skapað sér lítið í þeim fyrri. Hvað breyttist?
"Við fórum kannski of neðarlega í fyrri hálfleik, það var ekki planið hjá okkur. Víkingur er gott lið og þeir ýttu okkur aðeins neðar á völlinn en okkur líður vel þar líka. Í seinni fórum við bara á þá fulla ferð og það fór eins og það fór"
Kristall Máni var rekinn út af undir lok síðari hálfleiks og Damir var staðsettur nálægt þessu atviki.
"Já ég stóð þarna nálægt, hann bara setti olnbogann í bringuna á Davíð og fyrir mér var þetta bara klárt rautt spjald"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.