Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
banner
   mán 16. maí 2022 22:25
Arnar Laufdal Arnarsson
Damir um rauða spjaldið: Þetta var klárt rautt spjald
Blikarnir búnir að læra mikið af síðustu árum að mati Damir
Blikarnir búnir að læra mikið af síðustu árum að mati Damir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Damir Muminovic varnarmaður Blika var ansi sáttur eftir öflugan 3-0 útisigur gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Víking Reykjavík.

Fyrir nákævmlega ári síðan mættust þessi lið í Víkinni en þar unnu Víkingar 3-0 en í kvöld var það öfugt. Hvað hefur breyst á þessum tíma?

"Það er rétt hjá þér okkur hefur ekki gengið vel hérna, ég held bara við séum búnir að þroskast sem lið og erum búnir að læra mikið frá því í fyrra og hitt í fyrra, þetta er bara samheldnin"


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Það var eins og að allt annað Blikalið kom inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skapað sér lítið í þeim fyrri. Hvað breyttist?

"Við fórum kannski of neðarlega í fyrri hálfleik, það var ekki planið hjá okkur. Víkingur er gott lið og þeir ýttu okkur aðeins neðar á völlinn en okkur líður vel þar líka. Í seinni fórum við bara á þá fulla ferð og það fór eins og það fór"

Kristall Máni var rekinn út af undir lok síðari hálfleiks og Damir var staðsettur nálægt þessu atviki. 

"Já ég stóð þarna nálægt, hann bara setti olnbogann í bringuna á Davíð og fyrir mér var þetta bara klárt rautt spjald"  

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner