Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mán 16. maí 2022 22:25
Arnar Laufdal Arnarsson
Damir um rauða spjaldið: Þetta var klárt rautt spjald
Blikarnir búnir að læra mikið af síðustu árum að mati Damir
Blikarnir búnir að læra mikið af síðustu árum að mati Damir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Damir Muminovic varnarmaður Blika var ansi sáttur eftir öflugan 3-0 útisigur gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Víking Reykjavík.

Fyrir nákævmlega ári síðan mættust þessi lið í Víkinni en þar unnu Víkingar 3-0 en í kvöld var það öfugt. Hvað hefur breyst á þessum tíma?

"Það er rétt hjá þér okkur hefur ekki gengið vel hérna, ég held bara við séum búnir að þroskast sem lið og erum búnir að læra mikið frá því í fyrra og hitt í fyrra, þetta er bara samheldnin"


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Það var eins og að allt annað Blikalið kom inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skapað sér lítið í þeim fyrri. Hvað breyttist?

"Við fórum kannski of neðarlega í fyrri hálfleik, það var ekki planið hjá okkur. Víkingur er gott lið og þeir ýttu okkur aðeins neðar á völlinn en okkur líður vel þar líka. Í seinni fórum við bara á þá fulla ferð og það fór eins og það fór"

Kristall Máni var rekinn út af undir lok síðari hálfleiks og Damir var staðsettur nálægt þessu atviki. 

"Já ég stóð þarna nálægt, hann bara setti olnbogann í bringuna á Davíð og fyrir mér var þetta bara klárt rautt spjald"  

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner