Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 16. maí 2022 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Blackpool kemur út úr skápnum
Jake Daniels
Jake Daniels
Mynd: Blackpool
Justin Fashanu var fyrsti atvinnumaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína
Justin Fashanu var fyrsti atvinnumaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína
Mynd: Getty Images
Josh Cavallo
Josh Cavallo
Mynd: Getty Images
Enski atvinnumaðurinn Jake Daniels opinberaði samkynhneigð sína í dag og vonast til þess að það muni hjálpa öðrum að stíga sama skref í framtíðinni.

Daniels, sem er 17 ára gamall, spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Blackpool í ensku B-deildinni um helgina og þykir gríðarlegt efni.

Í dag steig hann svo mikilvægt skref í enskum fótbolta er hann opinberaði samkynhneigð sína í viðtali við Sky Sports í dag.

„Í langan tíma hélt ég að ég þyrfti að fela sannleikann hver ég væri í raun og veru og núna er ég atvinnumaður í fótbolta. Ég hugsaði hvort ég þyrfti að bíða með þetta þangað til ég myndi leggja skóna á hilluna því enginn annar spilandi leikmaður hérna hefur opinberað samkynhneigð sína," sagði Daniels.

„Ég vissi hins vegar að ég þyrfti að ljúga og halda þessu leyndu í langan tíma og gæti því ekki verið ég sjálfur eða lifað því lífi sem mig langar til að lifa. Síðan þá hef ég sagt fjölskyldunni, félaginu og liðsfélögum mínúm frá þessu og þessi tími þar sem ég ofhugsaði og var með kvíða yfir hlutunum er liðinn. Þetta hafði áhrif á andlega heilsu mína en núna er ég fullur sjálfstrausts og ánægður að geta verið ég sjálfur," sagði hann ennfremur.

Hann er fyrsti virki atvinnumaðurinn á Bretlandseyjum sem kemur út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það árið 1990.

Vill hjálpa öðrum

Fáir leikmenn hafa komið út víða um heiminn. Josh Cavallo, leikmaður Adelaide United í Ástralíu kom út úr skápnum á síðasta ári og þá gerði Antonio Hysen, sonur fyrrum Liverpool-mannsins Glenn Hysen, það árið 2011. Aðeins örfá dæmi eru til en Daniels vill vera fordæmi og hjálpa öðrum.

„Með því að koma út úr skápnum vonast ég eftir því að geta verið fyrirmynd og hjálpað öðrum að gera það sama ef þeir vilja það. Ég er bara 17 ára en ég er viss um að þetta er það sem ég vil gera og kannski sér annað fólk þetta og telur sig líka geta gert þetta og það væri auðvitað frábært."

„Ef þeir sjá að ég er nógu hugrakkur til að gera þetta þá gætu þau gert það líka. Ég hata það að vita til þess að það er fólk þarna úti í sömu stöðu og ég. Ef að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum þá væri það geggjað. Þá myndi mér líða eins og ég væri búinn að gera mitt og hjálpað öðrum að gera það sama. Við eigum ekki að þurfa að vera á þessum stað,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner