Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 00:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Byrjar ekki vel fyrir Messi
Messi í kvöld.
Messi í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi og félagar hans í argentíska landsliðinu byrja ekki vel í Suður-Ameríku bikarnum.

Argentína hóf leik í kvöld. Liðið byrjaði klárlega ekki á auðveldasta mótherjanum, en liðið mætti Kólumbíu í fyrsta leik. Argentína og Kólumbía eru tvö af sigurstranglegustu liðum mótsins.

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og var staðan að honum loknum markalaus. Argentína var ekki að spila vel og komst Kólumbía yfir á 71. mínútu þegar Roger Martinez skoraði. Hann keyrði inn af vænstri vængnum og skoraði með góðu skoti.

Duvan Zapata, sem spilaði frábærlega með Atalanta á Ítalíu á nýliðnu tímabili, bætti svo við öðru marki fyrir Kólumbíu og 2-0 sigur þeirra staðreynd.

Messi er í leit að sínum fyrsta sigri á stórmóti með argentíska landsliðinu. Þetta mót byrjar ekki vel fyrir hann.

Kólumbía fær þrjú stig, en með Argentínu og Kólumbíu í riðli eru Paragvæ og Katar. Síðarnefnda liðið er gestalið á mótinu.

Það var annar leikur í kvöld. Venesúela og Perú gerðu markalaust jafntefli. Perú skoraði tvö mörk í leiknum, en þau voru dæmd af vegna rangstöðu - með hjálp VAR. Brasilía situr á toppnum í þeim riðli með þrjú stig eftir sigur á Bólivíu í opnunarleiknum síðastliðna nótt.

Venesúela 0 - 0 Perú

Argentína 0 - 2 Kólumbía
0-1 Roger Martinez ('71)
0-2 Duvan Zapata ('86)



Athugasemdir
banner
banner
banner