Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mán 16. júlí 2018 22:04
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Stuttur í manni þráðurinn stundum
Rúnar fékk gult spjald í dag
Rúnar fékk gult spjald í dag
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður eftir 5-2 sigur sinna manna gegn Fylki í Egilshöllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 eftir sjö mínútna leik.

„Við vorum frábærir í byrjun. Við náum að troða inn tveimur mörkum mjög snemma og spiluðum bara frábærlega." sagði Rúnar eftir leik.

Rúnar fékk gult spjald í seinni hálfleik en hann var ósáttur við dómgæslu Þórodds stóran hluta leiks.

„Þetta var bara pjúra aukaspyrna sem að þeir sleppa. Það er stuttur í manni þráðurinn stundum en maður er fljótur að róa sig. Þetta er fyrsta spjaldið mitt í sumar og ég vona að ég fái ekki fleiri. Það er ekki gott ef að þjálfarinn er að æsa uppí mönnum." sagði Rúnar léttur í bragði.

Félagsskiptaglugginn opnaði í gær og segir Rúnar að möguleiki sé á breytingum á hópnum sínum.

„Við erum að skoða ýmislegt en þetta tekur allt sinn tíma. En það er ekkert sem þolir dagsbirtuna núna en vonandi fáum við einhverja styrkingu í þessum glugga." sagði Rúnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner