banner
   fim 16. júlí 2020 09:39
Magnús Már Einarsson
Verðmiði Koulibaly lækkar - Pogba að semja við Man Utd
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly
Kalidou Koulibaly
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin deyja ekki ráðalaus. Hér er nóg af kjaftasögum. BBC tók saman.



Manchester City hefur fengið þau skilaboð frá Napoli að varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly (29) kosti 65 milljónir punda. Koulibaly hefur líka verið orðaður við Liverpool og Manchester United en Napoli var áður með 80 milljóna punda verðmiða á honum. (Mirror)

Manchester City hefur sett Lautaro Martinez (22) framherja Inter á óskalista sinn til að taka við af Sergio Aguero. (Sky Sports)

Martinez er sagður á leið til Barcelona. (Marca)

Paul Pogba (27) er nálægt því að gera nýjan fimm ára samning við Manchester United. (Sun)

Bayern Munchen vill fá 40 milljónir evra (36,2 milljónir punda) fyrir miðjumanninn Thiago Alcantara (29) en hann hefur verið orðaður við Liverpool. (Sport Bild)

Bayern hefur hætt við að berjast við Chelsea um Kai Havertz (21) hjá Bayer Leverkusen. (Sport Bild)

Everton, Atletico Madrid og Bayern Munchen ætla að bjóða í Wilfried Zaha (27) kantmann Crystal Palace í sumar. Newcastle hefur einnig áhuga. (Mail)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur sagt markverðinum Jordan Pickford að hann verði að bæta sig. (Guardian)

Southampton vill kaupa hægri bakvörðinn Kyle Walker-Peters (23) á tíu milljónir punda en hann hefur verið á láni frá Tottenham síðan í janúar. (Sun)

Thomas Partey (27) ætlar að hafna Arsenal og skrifa undir nýjan samning hjá Atletico Madrid. Miðjumaðurinn mun tvöfalda laun sín við það. (Mail)

Ralph Hasenhuttl vill ekki skipta við Tottenham á Pierre-Emile Hojberg (24) og Walker-Peters. (Sky Sports)

Pep Guardiola , stjóri Manchester City, vill fá miðjumanninn Douglas Luiz (22) aftur frá Manchester City. (Birmingham Mail)

Adam Lallana (32) er á förum frá Liverpool en Leicester, Burnley og Brighton eru að berjast um hann. (Star)

Danny Rose (30) vonast til að ganga alfarið í raðir Newcastle í sumar. Rose hefur verið á láni frá Tottenham. (Newcastle Chronicle)

Diogo Dalot (21) gæti spilað gegn Crystal Palace í dag vegna meiðsla Luke Shaw og Brandon Williams. Dalot hefur ekki verið í hóp í síðustu níu leikjum Manchester United. (Manchester Evening News)

Tottenham, West Ham og Brighton eru á meðal félaga sem vilja fá hægri bakvörðinn Djed Spence (19) frá Middlesbrough í sumar. (ESPN)

Mo Besic (27) miðjumaður Everton, verður seldur eða lánaður í sumar. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner