Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júlí 2022 22:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar hættir á markaðnum - „Bestu leikmennirnir bundnir öðrum liðum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason er á förum frá Víkingi til Rosenborg í Noregi. Hann spilaði sinn síðasta deildarleik í kvöld þegar Víkingur sigraði FH 3-0.

Víkingur nældi í Danijel Dejan Djuric frá FC Midtjylland í Dannmörku á dögunum en hann kom inná sem varamaður og lagði upp síðasta markið fyrir Birni Snæ Ingason.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var spurður að því eftir leikinn hvort hann ætlaði að fylla skarðið sem Kristall skilur eftir sig eitthvað frekar.

„Við nátturlega fengum núna Danijel Djuric sem kom inná núna og byrjaði heldur betur ferilinn sinn mjög vel með góðu assisti og svo er mjög stutt í að Arnór Borg fari að byrja aftur þannig að ég á ekki von á því. Ég held að hópurinn sé mjög sterkur en slæmt að missa Kristal en við erum með sterka menn til að taka við af honum," sagði Arnar.

Einhverjar aðrar stöður sem þið eruð að skoða að styrkja?

„Nei ég held ekki. Markaðurinn er erfiður, ég held að það sé ekki alveg okkar stíll að reyna við erlenda leikmenn sem við þekkjum ekki neitt. Svo eru allir bestu leikmennirnir á Íslandi bundnir öðrum liðum ef þeir eru ekki bundnir okkur," sagði Arnar.

„Danijel Djuric og Arnór Borg munu sjá um að leysa Kristal af mjög vel."


Athugasemdir
banner
banner
banner