Preston birti myndband af Stefáni Teiti Þórðarsyni þar sem hann var á flugvelli að láta stuðningsmenn vita að hann væri á leið til félagsins. Hreimur Stefáns vakti athygli því hann tók í raun allan skalann, byrjaði á dönskum hreim en fór svo yfir í þann enska.
Hann ræddi um félagaskipti sín til Preston í dag og var hann spurður út í myndbandið sem sjá má neðst í fréttinni.
Hann ræddi um félagaskipti sín til Preston í dag og var hann spurður út í myndbandið sem sjá má neðst í fréttinni.
„Ég var að hvísla þannig þetta kom hrikalega út. Ég sat í 'lounge-i' og það sátu svo margir í kringum mig þannig ég kunni ekki við að tala of hátt. Ég er að hvísla eitthvað og þetta kemur út sem einhver versti hreimur sem ég hef heyrt. Það verður bara að hafa það, er bara fyndið."
„Ég tók strax eftir þessu. Ég hafði ekkert að fara til að taka þetta upp, fékk skilaboð frá fjölmiðladeildinni að þeir væru helst til í að fá myndband af mér segja þetta. Ég hugsaði 'nei, er það?' en græjaði þetta. Svo þegar ég hækka í myndbandinu heyri ég þetta og hugsa 'andskotinn'. Þetta er bara fyndið," sagði Stefán.
Stefán is on his way. ????#pnefc pic.twitter.com/tHFAMMFDxW
— Preston North End FC (@pnefc) July 9, 2024
Athugasemdir