Leeds United er búið að staðfesta félagaskipti finnska miðjumannsins Glen Kamara til Rennes í Frakklandi eftir aðeins eitt ár í herbúðum Leeds.
Kaupverðið sem Rennes greiðir er óuppgefið en talið vera í kringum 10 milljónir evra. Leeds keypti Kamara frá Rangers í fyrrasumar fyrir 6 milljónir og hagnast því á sölunni.
Kamara er 28 ára gamall og tók þátt í 42 leikjum með Leeds á síðustu leiktíð, en hann á 59 A-landsleiki að baki fyrir Finnland.
Nú reynir hann fyrir sér í frönsku deildinni í fyrsta sinn á ferlinum, en Rennes endaði um miðja Ligue 1 deild í vor.
???? Everyone at #LUFC thanks Glen Kamara for his efforts, as the midfielder joins Stade Rennais in a permanent deal
— Leeds United (@LUFC) July 16, 2024
Athugasemdir