Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 16. júlí 2024 15:14
Elvar Geir Magnússon
Greenwood á leið í læknisskoðun hjá Marseille
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: EPA
Athletic greinir frá því að Marseille hafi náð munnlegu samkomulagi við Mason Greenwood. Áður hafði franska félagið sagst vera búið að semja við Manchester United.

Nú þarf Greenwood að ferðast til Frakklands, gangast undir læknisskoðun og skrifa undir.

Samkomulag Marseille við Manchester United er um 27 milljóna punda kaupverð. Stjóri liðsins er Roberto De Zerbi sem hætti hjá Brighton eftir síðasta tímabil.

Í október 2022 var Greenwood, sem er 22 ára í dag, ákærður fyrir nauðgun og heimilisofbeldi en málið var látið niður falla í febrúar í fyrra.

Síðasti leikur Greenwood fyrir Manchester United kom í janúar 2022. Hann lék á lánssamningi hjá Getafe á Spáni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði tíu mörk og átti sex stoðsendingar í 36 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner