Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 16. ágúst 2019 21:27
Sverrir Örn Einarsson
Ejub: Smávægilegt slys
Ejub þjálfari Víkinga
Ejub þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík þurfti að sætta sig við súrt tap þegar liðið heimsótti Keflavík á Nettó völlinn í kvöld. Liðin gengu jöfn 1-1 til búningherbergja eftir að hafa fengið sitthvora vítaspyrnuna en þegar yfir lauk voru Keflvíkingar sterkari og tryggðu sér sigurinn með fallegu marki þ.egar um 20 mínútur lifðu leiks.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Víkingur Ó.

„Þessi leikur gat farið á báða vegu. Við áttum 2-3 góð færi í fyrri hálfleik sem við áttum að nýta og skora og seinni hálfleikur var barningur og erfitt að spila í miklum vindi,“
Sagði Ejub um sín fyrstu viðbrögð eftir leik,

Víkingar lentu í óhappi á leið til Keflavíkur þar sem ekið var á rútu þeirra þar sem hún var kyrrstæð í stæði. Hvað vildi Ejub segja um það atvik?

„Ég var ekki í Borgarnesi en það var keyrt á rútuna en þetta var bara eitthvað smávægilegt slys og ekkert alvarlegt.“

Tvær vítaspyrnur voru dæmdar í fyrri hálfleik. Hvernig horfði það við Ejub?

„Bara mjög svipað. Ef að þetta fyrsta var víti þá var annað það líka og ef ekki fyrst þá ekki annað en það voru mjög erfiðar aðstæður og mér fannst hann dæma leikinn vel.“

Sagði Ejub en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner