Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. ágúst 2019 14:01
Magnús Már Einarsson
Þrír markverðir í þremur leikjum hjá Liverpool eins og 2001?
Peguy Arphexad (til vinstri) varði mark Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar árið 2001.
Peguy Arphexad (til vinstri) varði mark Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar árið 2001.
Mynd: Getty Images
Liverpool gæti stillt upp þremur mismunandi markvörðum í byrjunarliði sínu í fyrstu þremur umferðunum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Alisson byrjaði fyrsta leikinn gegn Norwich fyrir viku síðan en hann meiddist í þeim leik.

Adrian spilaði leikinn gegn Chelsea í Ofurbikarnum um helgina og átti að byrja gegn Southampton á morgun en nú er óvíst hvort svo verði eftir að hann meiddist á ökkla eftir að stuðningsmaður hljóp inn á til að fagna honum eftir leikinn gegn Chelsea.

Því er möguleiki á að hinn 35 ára gamli Andy Lonergan byrji á morgun ef Adrian nær sér ekki í tæka tíð. Meiðsli Adrian eru ekki mjög alvarleg og því má búast við að hann byrji leikinn gegn Arsenal um aðra helgi.

Liverpool hefur áður byrjað með þrjá mismunandi markverði í fyrstu þremur umferðunum en það gerði liðið tímabilið 2001/2002.

Pegguy Arphexad byrjaði fyrsta leik gegn West Ham, Sander Westerveld byrjaði í markinu í annarri umferð gegn Bolton og Jerzy Dudek þriðja leik gegn Aston Villa.

Sjá einnig:
Hver er 35 ára markvörðurinn sem gæti spilað með Liverpool?
Stuðningsmaður meiddi Adrian - Ekki með Liverpool á morgun?
Athugasemdir
banner
banner
banner