
„Mér fannst ódýrt fyrsta markið og svo að fá mark rétt fyrir hálfleikinn. Svo í seinni hálfleik opnaðist þetta mjög mikið hjá okkur í lokin,“ sagði Árni Freyr Guðnason, aðstoðarþjálfari FH, um hvernig leikurinn gegn Blikum þróaðist í dag en leikurinn fór að lokum 0-7 fyrir Breiðablik.
Lestu um leikinn: FH 0 - 7 Breiðablik
Spurður um nýjasta leikmann FH, Phoenetia Browne, sagði hann: „Hún er mjög góður leikmaður. Hefur verið það sem okkur vantar. Stór center sem getur haldið aðeins í boltann og hjálpað okkur að koma liðinu ofar. Ég held að hún eigi eftir að vera happafengur.“
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir