Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 16. ágúst 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benoný Breki spáir í 17. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Benoný Breki í leik með KR.
Benoný Breki í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Bjarni Guðjón á skotskónum?
Verður Bjarni Guðjón á skotskónum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýi sóknarmaðurinn.
Nýi sóknarmaðurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í kvöld fer fram heil umferð í Lengjudeild karla. Benoný Breki Andrésson, sóknarmaður KR og U19 landsliðsins, spáir í leikina sem framundan eru.

Svona spáir Benoný:

Þór 2 - 1 Þróttur R. (18:00 í kvöld)
Það er erfitt að mæta á Þórsvöllinn og ég held að ungu leikmennirnir klára þetta fyrir Þór. Bjarni Guðjón setur eitt og Ingimar Arnar klárar þetta síðan í lokin.

Grindavík 0 - 2 Leiknir R. (18:00 í kvöld)
Leiknismenn eru nokkuð heitir þessa dagana. Omar Sowe setur eitt og ef ég þekki Quental rétt þá mun hann halda áfram að skora.

ÍA 4 - 0 Ægir (18:00 í kvöld)
Þetta verður þægilegur 4-0 sigur hjá Skagamönnum þar sem þeir eru alltaf góðir heima. Ægir mun vera í erfiðleikum þarna og Viktor Jónsson skorar þrennu

Vestri 2 - 3 Afturelding (18:00 í kvöld)
Þetta verður skemmtilegur leikur en Afturelding taka þrjú stig heim með 2 - 3 sigri. Arnór Gauti með tvennu og síðan er það nýja súperstjarnan Rúrik Gunnarsson með sigurmarkið úr skalla

Selfoss 2 - 1 Njarðvík (18:00 í kvöld)
Þetta verður 2-1 sigur heimamanna. Verður tæpt en Baxterinn setur eitt og engin annar en Guðmundur Tyrfingsson skorar á 90 úr skalla eftir hornspyrnu og fagnar síðan með því að fara úr treyjunni.

Grótta 2 - 0 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Chris Brazell mun galdra eitthvað skemmtilegt og nýi strikerinn Addi Bomba skorar eitt. Síðan mun Arnar Daníel smella boltanum í netið fyrir utan teig og tryggja þetta fyrir Gróttumenn

Fyrri spámenn:
Björn Axel Guðjónsson (5 réttir)
Arnþór Ari Atlason (4 réttir)
Eggert Aron Guðmundsson (4 réttir)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Nablinn (2 réttir)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Kjartan Kári Halldórsson (0 réttir)
Hrannar Björn Steingrímsson (0 réttir)
Athugasemdir
banner