Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   fös 16. ágúst 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Tilfinningarússibani í vikunni - „Einhver hefur eitrað vatnið hjá mér“
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður ömurlega. Ótrúlega leiðinlegt og svekkjandi. Mér líður ekki vel.“ sagði Ásta Eir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 2-1 tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Val í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Ásta segir vera svekkt að hafa ekki tekið forystuna inn í hálfleikinn eftir fín færi í fyrri hálfleiknum.

Mér fannst við fá fín færi í fyrri hálfleik til að fara með forystu inn í hálfleik og fannst við eiga leikinn seinustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Ég er svekkt með það hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Ég veit ekki, við vorum inni í skelinni. Fáum á okkur eitthvað ömurlegt mark, fyrsta markið, sem sló okkur út á laginu. Svo bara klórum við í bakkann alltof seint.

Það var spurning lengi vel hvort að Ásta myndi byrja leikinn sem hún gerði.

Þessi vika er búin að vera algjör tilfinningarússibani og við ákváðum að kíla á þetta og það gekk vel. Mér leið vel. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta almennilega.

Ásta er þekkt fyrir það að vera meidd akkúrat á þessum tíma og hefur misst af fleiri en einum bikarúrslitaleik. Afhverju er hún alltaf meidd á þessum tíma árs?

Það er einvher að eitra fyrir mér vatnið hjá mér. Ég skil það ekki en ég missti ekki af leiknum núna í ár og ég get þakkað fyrir það. Ég er stolt af liðinu, við ætlum að nýta þessa tilfinningu sem við erum að upplifa núna í framhaldið. Við þurfum bara að kíla á þetta núna.“

Ásta segir að liðið ætli að nota þessa taptilfinningu í framhaldið.

Við töluðum um það beint eftir leikinn að við þurfum að nýta þessa tilfinningu á einhvern annan hátt. Við ætlum að gera það.

Nánar er rætt við Ástu í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir