Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 16. ágúst 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Tilfinningarússibani í vikunni - „Einhver hefur eitrað vatnið hjá mér“
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður ömurlega. Ótrúlega leiðinlegt og svekkjandi. Mér líður ekki vel.“ sagði Ásta Eir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 2-1 tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Val í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Ásta segir vera svekkt að hafa ekki tekið forystuna inn í hálfleikinn eftir fín færi í fyrri hálfleiknum.

Mér fannst við fá fín færi í fyrri hálfleik til að fara með forystu inn í hálfleik og fannst við eiga leikinn seinustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Ég er svekkt með það hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Ég veit ekki, við vorum inni í skelinni. Fáum á okkur eitthvað ömurlegt mark, fyrsta markið, sem sló okkur út á laginu. Svo bara klórum við í bakkann alltof seint.

Það var spurning lengi vel hvort að Ásta myndi byrja leikinn sem hún gerði.

Þessi vika er búin að vera algjör tilfinningarússibani og við ákváðum að kíla á þetta og það gekk vel. Mér leið vel. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta almennilega.

Ásta er þekkt fyrir það að vera meidd akkúrat á þessum tíma og hefur misst af fleiri en einum bikarúrslitaleik. Afhverju er hún alltaf meidd á þessum tíma árs?

Það er einvher að eitra fyrir mér vatnið hjá mér. Ég skil það ekki en ég missti ekki af leiknum núna í ár og ég get þakkað fyrir það. Ég er stolt af liðinu, við ætlum að nýta þessa tilfinningu sem við erum að upplifa núna í framhaldið. Við þurfum bara að kíla á þetta núna.“

Ásta segir að liðið ætli að nota þessa taptilfinningu í framhaldið.

Við töluðum um það beint eftir leikinn að við þurfum að nýta þessa tilfinningu á einhvern annan hátt. Við ætlum að gera það.

Nánar er rætt við Ástu í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner