Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 16. ágúst 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Tilfinningarússibani í vikunni - „Einhver hefur eitrað vatnið hjá mér“
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður ömurlega. Ótrúlega leiðinlegt og svekkjandi. Mér líður ekki vel.“ sagði Ásta Eir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 2-1 tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Val í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Ásta segir vera svekkt að hafa ekki tekið forystuna inn í hálfleikinn eftir fín færi í fyrri hálfleiknum.

Mér fannst við fá fín færi í fyrri hálfleik til að fara með forystu inn í hálfleik og fannst við eiga leikinn seinustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Ég er svekkt með það hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Ég veit ekki, við vorum inni í skelinni. Fáum á okkur eitthvað ömurlegt mark, fyrsta markið, sem sló okkur út á laginu. Svo bara klórum við í bakkann alltof seint.

Það var spurning lengi vel hvort að Ásta myndi byrja leikinn sem hún gerði.

Þessi vika er búin að vera algjör tilfinningarússibani og við ákváðum að kíla á þetta og það gekk vel. Mér leið vel. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta almennilega.

Ásta er þekkt fyrir það að vera meidd akkúrat á þessum tíma og hefur misst af fleiri en einum bikarúrslitaleik. Afhverju er hún alltaf meidd á þessum tíma árs?

Það er einvher að eitra fyrir mér vatnið hjá mér. Ég skil það ekki en ég missti ekki af leiknum núna í ár og ég get þakkað fyrir það. Ég er stolt af liðinu, við ætlum að nýta þessa tilfinningu sem við erum að upplifa núna í framhaldið. Við þurfum bara að kíla á þetta núna.“

Ásta segir að liðið ætli að nota þessa taptilfinningu í framhaldið.

Við töluðum um það beint eftir leikinn að við þurfum að nýta þessa tilfinningu á einhvern annan hátt. Við ætlum að gera það.

Nánar er rætt við Ástu í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner