Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   fös 16. ágúst 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Tilfinningarússibani í vikunni - „Einhver hefur eitrað vatnið hjá mér“
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður ömurlega. Ótrúlega leiðinlegt og svekkjandi. Mér líður ekki vel.“ sagði Ásta Eir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 2-1 tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Val í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Ásta segir vera svekkt að hafa ekki tekið forystuna inn í hálfleikinn eftir fín færi í fyrri hálfleiknum.

Mér fannst við fá fín færi í fyrri hálfleik til að fara með forystu inn í hálfleik og fannst við eiga leikinn seinustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Ég er svekkt með það hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Ég veit ekki, við vorum inni í skelinni. Fáum á okkur eitthvað ömurlegt mark, fyrsta markið, sem sló okkur út á laginu. Svo bara klórum við í bakkann alltof seint.

Það var spurning lengi vel hvort að Ásta myndi byrja leikinn sem hún gerði.

Þessi vika er búin að vera algjör tilfinningarússibani og við ákváðum að kíla á þetta og það gekk vel. Mér leið vel. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta almennilega.

Ásta er þekkt fyrir það að vera meidd akkúrat á þessum tíma og hefur misst af fleiri en einum bikarúrslitaleik. Afhverju er hún alltaf meidd á þessum tíma árs?

Það er einvher að eitra fyrir mér vatnið hjá mér. Ég skil það ekki en ég missti ekki af leiknum núna í ár og ég get þakkað fyrir það. Ég er stolt af liðinu, við ætlum að nýta þessa tilfinningu sem við erum að upplifa núna í framhaldið. Við þurfum bara að kíla á þetta núna.“

Ásta segir að liðið ætli að nota þessa taptilfinningu í framhaldið.

Við töluðum um það beint eftir leikinn að við þurfum að nýta þessa tilfinningu á einhvern annan hátt. Við ætlum að gera það.

Nánar er rætt við Ástu í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner