Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 16. ágúst 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Tilfinningarússibani í vikunni - „Einhver hefur eitrað vatnið hjá mér“
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Ásta er fyrirliði Breiðabliks en hún byrjaði í dag. Hér gengur hún svekkt af velli eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður ömurlega. Ótrúlega leiðinlegt og svekkjandi. Mér líður ekki vel.“ sagði Ásta Eir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 2-1 tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Val í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Ásta segir vera svekkt að hafa ekki tekið forystuna inn í hálfleikinn eftir fín færi í fyrri hálfleiknum.

Mér fannst við fá fín færi í fyrri hálfleik til að fara með forystu inn í hálfleik og fannst við eiga leikinn seinustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Ég er svekkt með það hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Ég veit ekki, við vorum inni í skelinni. Fáum á okkur eitthvað ömurlegt mark, fyrsta markið, sem sló okkur út á laginu. Svo bara klórum við í bakkann alltof seint.

Það var spurning lengi vel hvort að Ásta myndi byrja leikinn sem hún gerði.

Þessi vika er búin að vera algjör tilfinningarússibani og við ákváðum að kíla á þetta og það gekk vel. Mér leið vel. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta almennilega.

Ásta er þekkt fyrir það að vera meidd akkúrat á þessum tíma og hefur misst af fleiri en einum bikarúrslitaleik. Afhverju er hún alltaf meidd á þessum tíma árs?

Það er einvher að eitra fyrir mér vatnið hjá mér. Ég skil það ekki en ég missti ekki af leiknum núna í ár og ég get þakkað fyrir það. Ég er stolt af liðinu, við ætlum að nýta þessa tilfinningu sem við erum að upplifa núna í framhaldið. Við þurfum bara að kíla á þetta núna.“

Ásta segir að liðið ætli að nota þessa taptilfinningu í framhaldið.

Við töluðum um það beint eftir leikinn að við þurfum að nýta þessa tilfinningu á einhvern annan hátt. Við ætlum að gera það.

Nánar er rætt við Ástu í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner