Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Bale er að skipta yfir til Tottenham
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Gareth Bale sé við það að ganga aftur í raðir Tottenham eftir sjö ár hjá spænska stórveldinu Real Madrid.

Bale er 31 árs og var dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann af Tottenham sumarið 2013. Í heildina hefur Bale skorað 105 mörk í 251 leik fyrir Real Madrid, mörg af þeim mikilvæg sigurmörk í úrslitaleikjum bikarkeppna og Meistaradeildar.

Bale hefur verið að reyna að komast frá Real Madrid, sem hefur ekki not fyrir velska framherjann, og nú virðast skipti vera loks að ganga í gegn.

Sky heldur því fram að lögfræðingar Bale, Real Madrid og Tottenham séu að ganga frá samningum. Velska stórstjarnan verður leikmaður Tottenham í vikunni en það mun taka hann þrjár til fimm vikur að koma sér í leikform.

Bale skoraði 55 mörk í 203 leikjum hjá Tottenham. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður í sögu velska landsliðsins, með 33 mörk í 85 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner