Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 16. september 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Spilaði 43 ára í frönsku úrvalsdeildinni
HIlton, fyrirliði Montpellier, varð í gær elsti leikmaðurinn til að spila í frönsku úrvalsdeildinni í 64 ár.

Þessi öflugi Brasilíumaður varð 43 ára um síðustu helgi en hann er fæddur árið 1977.

Hilton fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri á Lyon í gær en hann fékk annað gula spjaldið sitt fyrir að brjóta á Memphis Depay með þeim afleiðingum að vítaspyrna var dæmd.

Hann er elsti leikmaðurinn sem spilar í frönsku úrvalsdeildinni síðan Roger Courtois spilaði 44 ára gamall með Troyes í leik árið 1956.
Athugasemdir
banner