Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. september 2021 17:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mín skoðun 
Bjartsýnn á að Jón Þór stýri Vestra áfram á næsta ári
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson að störfum.
Jón Þór Hauksson að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við þurfum að halda áfram með þetta lið, og helst þennan þjálfara, byggja ofan á þetta og þá förum við upp í efstu deild á næsta ári," segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, sem var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun.

Vestri sló Íslandsmeistara Vals út í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær og mun mæta Víkingi í undanúrslitum í byrjun október.

Þjálfaraskipti urðu hjá Vestra í sumar og Jón Þór Hauksson tók við og samdi út tímabilið. Samúel leggur mikla áherslu á að gera við hann nýjan samning og er bjartsýnn á að það takist.

„Ég tel að ef Jón hefur tök á því af fjölskylduástæðum að þjálfa þá mun hann þjálfa Vestra," segir Samúel í viðtali við Valtý Björn. „Ég hef verið í góðum samskiptum við umboðsmann hans síðustu daga og þetta er allt í áttina. "

„Ég er bjartsýnismaður og ég ætla að vera bjartsýnn á því að Jón Þór verði þjálfari Vestra áfram."

Þjálfarahræringar eru farnar af stað í íslenska boltanum og þær eiga eftir að verða enn meiri. Ljóst er að nafn Jóns Þórs er á borðum ýmissa félaga.

Vestri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar, liðið stefndi á það fyrir tímabilið að komast upp og sama markmið verður á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner