Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hópur U17 í undankeppni EM: Flestar frá FH - Tvær frá Króknum
Þórður Þórðarson er þjálfari liðsins.
Þórður Þórðarson er þjálfari liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Thelma Karen er ein af fjórum leikmönnum FH í hópnum.
Thelma Karen er ein af fjórum leikmönnum FH í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2025.

Ísland er þar í riðli með Norður Írlandi, Póllandi og Skotlandi, en leikið er í Skotlandi dagana 1.-7. október.

Ísland er í A deild undankeppninnar, en liðið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur í B deild fyrir aðra umferð undankeppninnar í vor. Þau sjö lið sem vinna svo riðlana sína í A deild í seinni umferð undankeppninnar fara áfram í lokakeppnina sem verður haldin í Færeyjum 4.-17. maí 2025.

Hér má nálgast leikjadagskrána. Ísland spilar fyrst gegn Skotlandi, næst Póllandi og loks Norður-Írlandi.

Allar í hópnum eru hjá íslenskum félögum og flestar koma frá FH. Það vekur athygli að tvær í hópnum koma frá Tindastóli.

Hópurinn
Anna Arnarsdóttir - Keflavík
Sunna Rún Sigurðardóttir - ÍA
Elísa Birta Káradóttir - HK
Eva Steinsen Jónsdóttir - Augnablik
Anika Jóna Jónsdóttir - Víkingur R.
Arnfríður Auður Arnarsdóttir - Grótta
Rebekka Sif Brynjarsdóttir - Grótta
Fanney Lísa Jóhannesdóttir - Stjarnan
Sóley Edda Ingadóttir - Stjarnan
Edith Kristín Kristjánsdóttir - Breiðablik
Anna Heiða Óskarsdóttir - FH
Thelma Karen Pálmadóttir - FH
Hildur Katrín Snorradóttir - FH
Hrönn Haraldsdóttir - FH
Kristín Magdalena Barboza - FHL
Ísold Hallfríðar Þórisdóttir - KH
Ágústa María Valtýsdóttir - ÍBV
Elísa Bríet Björnsdóttir - Tindastóll
Birgitta Rún Finnbogadóttir - Tindastóll
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir - HK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner