Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Antony verður að vinna fyrir sæti sínu
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Antony hefur aðeins spilað einn leik með Manchester United á tímabilinu en Erik ten Hag, stjóri félagsins, segir að hann, eins og aðrir, verði að vinna fyrir sæti sínu í liðinu.

Kaup United á Antony hafa verið mikil vonbrigði til þessa. Hann kom með Ten Hag árið 2022 fyrir tæpar 90 milljónir punda, en aðeins gert ellefu mörk í 83 leikjum sínum með United.

Síðustu vikur hefur hann verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu og Tyrklandi, en ekkert varð úr félagaskiptum hans og verður hann því áfram hjá United, að minnsta kosti út árið.

Á þessu tímabili hefur hann aðeins spilað einn leik en Ten Hag var spurður út í þá ákvörðun á blaðamannafundi í dag.

„Við æfum á hverjum degi og leikmennirnir verða að vinna fyrir sæti sínu. Þegar leikmennirnir gera réttu hlutina á æfingum, mæta með rétt viðhorf og standa sig þá öðlast þeir réttinn til að spila,“ sagði Ten Hag við blaðamanninn Samuel Luckhurst.
Athugasemdir
banner
banner
banner