Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mán 16. september 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það eru meiri líkur á því að ég vinni Strictly Come Dancing"
Paul Merson.
Paul Merson.
Mynd: Getty Images
„Ég skal leiðrétta mig: Ég vinn ekki vanalega titil eða bikar á mínu öðru tímabili, ég vinn alltaf titil eða bikar á mínu öðru tímabili," sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, eftir 0-1 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Tottenham er aðeins búið að vinna einn leik í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar og þá eru liðin 16 ár síðan félagið vann síðast bikar.

Paul Merson, sérfræðingur Sky Sports, hefur afar litla trú á því að Tottenham nái að vinna bikar á tímabilinu. Merson var spurður út í ummæli Postecoglou í gær og sagði þá:

„Ég kann vel við Ange en það eru meiri líkur á því að ég vinni Strictly Come Dancing en að Tottenham vinni bikar."

Merson er að taka þátt í Strictly Come Dancing sem er afar vinsæl danskeppni í breska sjónvarpinu.

„Tottenham á það mikinn möguleika. Ég sé þetta ekki gerast hjá þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner