Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 16. október 2020 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Fulham fær Kongolo frá Huddersfield (Staðfest)
Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur gengið frá kaupum á hollenska varnarmanninum Terence Kongolo en hann kemur frá Huddersfield Town.

Kongolo er 26 ára gamall varnarmaður sem ólst upp hjá Feyenoord áður en Mónakó keypti hann árið 2017.

Hann spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Mónakó áður en félagið lánaði hann til Huddersfield Town og var svo keyptur ári síðar fyrir metfé.

Kongolo eyddi síðari hluta síðustu leiktíðar á láni hjá Fulham í ensku B-deildinni og fór með liðinu upp en félagið náði að ganga frá kaupum á honum rétt undir lok gluggans.

Fulham greiðir Huddersfield 4 milljónir punda og gerir hann langtímasamning við félagið.


Athugasemdir