Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   sun 16. nóvember 2014 22:39
Magnús Már Einarsson
Gylfi Þór: Ég hélt hann væri inni
Icelandair
Gylfi var svekktur með tap kvöldsins.
Gylfi var svekktur með tap kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap Íslands gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Ísland náði sér ekki nógu vel á strik í Plzen þrátt fyrir að hafa komist yfir snemma leiks og fyrsta tapið í undankeppninni varð á endanum staðreynd.

Lestu um leikinn: Tékkland 2 -  1 Ísland

„Leikskipulagið í fyrri hálfleik gekk ekki vel, við droppuðum of mikið niður og þeir fengu of mikinn tíma á boltanum. Við náðum aldrei að byggja upp neitt spil, ég og Aron komumst aldrei inn í leikinn. Við vorum oft að elta langa bolta,“ sagði Gylfi Þór við Fótbolta.net.

„Við spiluðum ekki vel en við vorum alltaf inni í leiknum. Ég held að það sýni styrk liðsins að eiga séns á að ná jafntefli á móti Tékklandi.“

„Við vissum að þetta yrði einn af þessum leikjum sem ég og Aron fengjum minna boltann. Þeir voru með þrjá á miðjunni og þeir pressuðu okkur hátt, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var kannski einn af þessum leikjum sem við vorum að reyna að vinna seinni boltana, það var lítið um spil.“

„Vörnin er búin að vera frábær í fyrstu þremur leikjunum og þetta voru kannski fyrstu tvö mistökin sem við gerum í þessum fjórum leikjum. Yfir allt er vörnin búin að vera frábær.“


Gylfi var hársbreidd frá því að jafna metin í 2-2 en gott skot hans fór í stöngina, Petr Cech og inn.

„Ég hélt að hann færi inn, en hann fór í stöngina og í Cech og beint til hliðar. Það er bara þannig. Ég hitti hann mjög vel og var að vonast að hann færi inn, en þetta var stöngin út.“
Athugasemdir
banner