Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 16. nóvember 2019 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Viðars: Strákarnir voru frábærir
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 árs landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Ítalíu í kvöld en hann var ánægður með framlag liðsins.

Lestu um leikinn: Ítalía U21 3 -  0 Ísland U21

„Við höfum átt mikið meira skilið en við fengum út úr þessum leik," sagði Arnar Þór við Fótbolta.net í kvöld.

Riccardo Sottil gerði eina markið í fyrri hálfleik en íslenska liðið hefði hæglega getað skorað. Kolbeinn Birgir Finnsson skot í stöng og þá átti liðið þrjú önnur dauðafæri en markvörður Ítalíu sá við þeim.

„Fengum fjögur mjög góð færi og erum 1-0 undir í hálfleik en þegar við komum út í seinni hálfleik þá voru þeir aðeins sterkari fyrsta korterið en við náðum að jafna okkur og koma okkur aftur inn í leikinn og svo eru síðustu sjö mínútur hvort þetta fellur 1-1 eða 2-0 og þetta féll fyrir þá í dag og gríðarlega svekkjandi."

„Strákarnir voru frábærir og ég er ótrúlega stoltur af þeim. Kolbeinn fékk færi í stöng og Hörður fékk dauðafæri. Svo förum við aftur í gegn og Sveinn Aron komst einn í gegn þar sem markvörðurinn ver frábærlega. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik gegn þessu ítalska liði."

„Þetta var ákveðin þreyta og þeir héldu boltanum aðeins betur. Þetta tók korter til tuttugu mínútur að komast aftur inn í leikinn og eftir það fannst mér við vera fínir og héldum boltanum fínt. Við náðum ekki að breika eins oft og í fyrri hálfleik en voru samt 2-3 móment þar sem við hefðum getað jafnað leikinn. Þetta var frábær fótboltaleikur og frábær reynsla."


Íslenska U21 árs landsliðið er nú komið í pásu fram í mars en þá mætir liðið Írum sem eru í efsta sæti riðilsins.

„Það er smá pása núna í undankeppninni. Næsti leikur í undankeppninni er í mars en auðvitað væri gaman að vinna Ítali heima næsta haust," sagði hann í lokin.
Athugasemdir