Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 16. nóvember 2019 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Viðars: Strákarnir voru frábærir
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 árs landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Ítalíu í kvöld en hann var ánægður með framlag liðsins.

Lestu um leikinn: Ítalía U21 3 -  0 Ísland U21

„Við höfum átt mikið meira skilið en við fengum út úr þessum leik," sagði Arnar Þór við Fótbolta.net í kvöld.

Riccardo Sottil gerði eina markið í fyrri hálfleik en íslenska liðið hefði hæglega getað skorað. Kolbeinn Birgir Finnsson skot í stöng og þá átti liðið þrjú önnur dauðafæri en markvörður Ítalíu sá við þeim.

„Fengum fjögur mjög góð færi og erum 1-0 undir í hálfleik en þegar við komum út í seinni hálfleik þá voru þeir aðeins sterkari fyrsta korterið en við náðum að jafna okkur og koma okkur aftur inn í leikinn og svo eru síðustu sjö mínútur hvort þetta fellur 1-1 eða 2-0 og þetta féll fyrir þá í dag og gríðarlega svekkjandi."

„Strákarnir voru frábærir og ég er ótrúlega stoltur af þeim. Kolbeinn fékk færi í stöng og Hörður fékk dauðafæri. Svo förum við aftur í gegn og Sveinn Aron komst einn í gegn þar sem markvörðurinn ver frábærlega. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik gegn þessu ítalska liði."

„Þetta var ákveðin þreyta og þeir héldu boltanum aðeins betur. Þetta tók korter til tuttugu mínútur að komast aftur inn í leikinn og eftir það fannst mér við vera fínir og héldum boltanum fínt. Við náðum ekki að breika eins oft og í fyrri hálfleik en voru samt 2-3 móment þar sem við hefðum getað jafnað leikinn. Þetta var frábær fótboltaleikur og frábær reynsla."


Íslenska U21 árs landsliðið er nú komið í pásu fram í mars en þá mætir liðið Írum sem eru í efsta sæti riðilsins.

„Það er smá pása núna í undankeppninni. Næsti leikur í undankeppninni er í mars en auðvitað væri gaman að vinna Ítali heima næsta haust," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner