Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   lau 16. nóvember 2019 14:23
Magnús Már Einarsson
Bose-mótið: Valur lagði Stjörnuna
Ívar Örn Jónsson var á skokstónum.
Ívar Örn Jónsson var á skokstónum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Stjarnan 2 - 3 Valur
Mörk Stjörnunnar: Hilmar Árni Halldórsson og Þorri Geir Rúnarsson.
Mörk Vals: Sverrir Páll Hjaltested, Ívar Örn Jónsson og Andri Adolphsson.

Valur lagði Stjörnuna 3-2 í fyrsta leik liðanna á Bose-mótinu en leikið var á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Um var að ræða fyrsta leik Stjörnunnar síðan að Ólafur Jóhannesson tók við þjálfun liðsins ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni en Ólafur mætti þarna gömlu lærisveinum sínum í Val.

Heimir Guðjónsson tók við liði Vals af Ólafi eftir tímabilið en þetta var einnig fyrsti leikur Vals síðan hann tók við stjórnartaumunum á Hlíðarenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner