Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Langþráður sigur hjá lærisveinum Heimis
Heimir Hallgrímsson og félagar unnu í QSL bikarnum í dag
Heimir Hallgrímsson og félagar unnu í QSL bikarnum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í Al Arabi unnu Al Sailiya 2-1 í QSL-bikarnum í dag. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan í byrjun október.

Hamdi Harbaoui gerði bæði mörk Al Arabi í dag en liðið var auðvitað án Arons Einars Gunnarssonar sem er meiddur og þá var Birkir Bjarnason ekki með þar sem hann er með íslenska landsliðshópnum í Moldóvu.

Al Arabi hafði ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum fram að þessum leik og því þungu fargi létt af Heimi og félögum.

Bikarinn í Katar virkar þannig að það er skipt í tvo sex liða riðla og komast fjögur lið upp úr hverjum riðli sem fara svo í 8-liða úrslit.

Riðlarnir klárast í byrjun desember en úrslitakeppnin hefst í febrúar á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner