Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsfélagarnir telja að Sane sé á förum
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Liðsfélagar Leroy Sane hjá Manchester City eru vissir um að hann muni fara til Bayern München á næsta ári.

Tilfinningin er sterk í búningsklefanum hjá City að Sane muni fara næsta sumar.

Það er Telegraph sem er með þessi tíðindi.

Bayern reyndi að fá hinn 23 ára Sane síðasta sumar, en var ekki tilbúið að borga það sem City vildi fá fyrir hann, 137 milljónir punda.

Það sem kom alveg í veg fyrir skiptin til Bayern voru slæm meiðsli sem Sane varð fyrir í sigri City á Liverpool í Samfélagsskildinum. Talið er að hann gæti snúið aftur í febrúar.

Bayern er ekki hætt við að kaupa Sane og ætlar að reyna aftur næsta sumar fyrir minni upphæð en City bað um síðasta sumar. Bayern vonast til að fá hann á afsláttarverði þar sem samningur Sane rennur út sumarið 2021.

Telegraph segir frá því að City sé þegar farið að skoða leikmenn í stað Sane ef hann yfirgefur félagið. Mikel Oyarzabal hjá Real Sociedad er inn í myndinni hjá City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner