Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. nóvember 2020 13:23
Magnús Már Einarsson
Anna Rakel í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Anna Rakel Pétursdóttir hefur gengið til liðs við Val en félagið staðfesti þetta í dag.

Anna Rakel kemur til Vals frá Uppsala í Svíþjóð. Anna hefur spilað síðustu tvö tímabil í Svíþjóð en í fyrra lék hún með Linköping.

Tímabilinu í Svíþjóð lauk í gær en Uppsala endaði í neðsta sæti og féll.

Hin 22 ára gamla Anna lék með KA í yngri flokkunum en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Þór/KA þegar hún var 15 ára. Hún var lykilmaður þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2017.

Anna Rakel á sjö leiki að baki með íslenska landsliðinu en hún hefur á ferlinum leikið bæði sem varnar og miðjumaður.

Anna Rakel í Val

Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir samning við Val. Hún kemur til félagsins frá IK...

Posted by Valur Fótbolti on Mánudagur, 16. nóvember 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner